Kirkjumelsteigurinn er skógarreitur sem Hálfdan Haraldsson ræktaði upp, mestmegnis frá árinu 1990 og fram til 2016, þegar hann og Bergljót kona hans þurftu að flytja í íbúðir fyrir aldraða í Neskaupstað. þá höfðu þau búið á Kirkjumel í 64 ár, eignast 9 börn og komið 8 þeirra til fullorðinsára.
Landið var í eigu Jón Bjarnasonar þegar Hálfdan byrjaði að gróðursetja, en Jón gaf honum leyfi til þess. Sagði líka að það hefði aldrei neitt vaxið á þessum mel.
Árið 2002, þegar Hálfdan varð 75 ára, gaf Jón honum svo landið sem nú heitir Kirkjumelsteigur. Formlegur frágangur og þinglýsing dróst þó á langinn og varð ekki endanlegur fyrr en eftir að þau hjón voru bæði látin. Þau létust bæði árið 2019.
Núverandi eigendur eru afkomendur þeirra hjóna.