Skip to main content
© Circle. All rights reserved.
Powered by YOOtheme.

Sagan

Kirkjumelsteigurinn er skógarreitur sem Hálfdan Haraldsson ræktaði upp, mestmegnis frá árinu 1990 og fram til 2016, þegar hann og Bergljót kona hans þurftu að flytja í íbúðir fyrir aldraða í Neskaupstað.  þá höfðu þau búið á Kirkjumel í 64 ár, eignast 9 börn og komið 8 þeirra til fullorðinsára. 

Landið var í eigu Jón Bjarnasonar þegar Hálfdan byrjaði að gróðursetja, en Jón gaf honum leyfi til þess.  Sagði líka að það hefði aldrei neitt vaxið á þessum mel.

Árið 2002, þegar Hálfdan varð 75 ára, gaf Jón honum svo landið sem nú heitir Kirkjumelsteigur.  Formlegur frágangur og þinglýsing dróst þó á langinn og varð ekki endanlegur fyrr en eftir að þau hjón voru bæði látin.  Þau létust bæði árið 2019.

Núverandi eigendur eru afkomendur þeirra hjóna.